Ferill 980. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1443  —  980. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útreikning launaþróunar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.

     1.      Hver væri upphæð lífeyris almannatrygginga ef lífeyrir hefði aldrei hækkað minna en launavísitala eða vísitala neysluverðs frá því að ákvæði núgildandi 62. gr. laga um almannatryggingar var bætt við almannatryggingalöggjöfina með lögum nr. 130/1997, þá 65. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar? Svar óskast sundurliðað eftir ári, annars vegar samkvæmt áætlun um launaþróun og neysluvísitölu í fjárlagafrumvarpi og hins vegar samkvæmt raunþróun launavísitölu og neysluvísitölu.
     2.      Hvernig var sundurliðun útreiknings launaþróunar samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2023 annars vegar og 2024 hins vegar? Hverjar urðu svo endanlegar tölur fyrir sundurliðun á útreikningi launaþróunar fyrir árið 2023?
     3.      Hvaða ráðherra ber ábyrgð á því að ákveða hvort nota á launavísitölu eða eitthvert annað viðmið varðandi launaþróun skv. 62. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007?
     4.      Hvers vegna er launavísitala ekki notuð sem viðmið um launaþróun þegar lífeyrir almannatrygginga er hækkaður í fjárlögum á hverju ári?
     5.      Hefur aðferðafræðin við útreikning á launaþróun verið sú sama frá því að 62. gr. laga um almannatryggingar var breytt? Ef svo er ekki, hvað hefur breyst?
     6.      Hver er aðferðafræðin við útreikning á launaþróun hjá ráðuneytinu? Ítarlegt svar óskast.


Skriflegt svar óskast.